Fenrisljóð
Er Loki Angurboðu sá,
Varð ásum ekki um sel.
Hann gat með henni miðgarðsorm,
Fenrisúlf og Hel.
Þeir hentu ormi hafið í,
Í Niflheima fór Hel
En sáu aum á úlfinum
Og ólu hann upp hjá sér.
Er úlfur óx þá æsirnir,
Óttast fóru hann,
Því úlfur vill nú hljóta frægð
Og sýna hvað hann kann.
Fjötur bjuggu æsir til,
Til að binda úlfinn þann.
Tók úlfur sig til og spyrnti við
Og úr Læðingi losnaði hann.
Annan fjötur gerðu þeir
Til að binda úlfsins gap,
Dróma æsir kölluðu hann
En úr Dróma hann sig drap.
Urðu þá æsir hræddir mjög,
En prófuðu enn á ný,
Fengu hjálp frá dvergunum
Og Gleypnir varð úr því.
En Gleypnir var bara langur og mjór
Og úlfurinn grunsemdir fékk,
Að galdrar væru í spilinu,
Það eitthvað á snærinu hékk
Úlfur treysti ei æsum þótt
Þeir hétu að losa hann,
Hann vildi sína tryggingu
En hræðsla í ásum brann.
Úlfurinn vildi hendi fá,
En enginn þorði því,
Að hætta á að missa hönd
Svo það kom niður á Tý.
Þeir bundu úlfinn fast og vel,
Og úlfurinn spyrnti fast,
En hann losnaði ekki úr böndunum
Og það heltók hann reiðikast.
Hann skellti saman skoltunum,
En æsirnir hlógu að því.
Það sást að hjá þeim gleði ríkti,
Hjá öllum nema Tý.
En úlfurinn reyndi að glefsa meir,
Og brugðu æsir á það ráð,
Að skjóta í munn hans sverði nokkru
Og láta það duga í bráð.
En sverðið festist í gini úlfs,
Með hjölt við neðri góm,
En oddinn upp og enn í dag
Má heyra hans skelfingar óm.
Æsir bundu endann vel
Sem festi hella stök,
Og þar má úlfur liggja þar til
Koma ragnarök.



 
Silla
1985 - ...


Ljóð eftir Sillu

Fenrisljóð
Tár rósarinnar
Bið
Frostrós
Svanasöngur
Sjálfið
Frá morgni til kvölds
Farin