hvítskúrað
hvert fór máninn fölur og fár
er hann hafði handsalað samning
- og hulið augu stjarnanna

hvíta duftið
er runnið í ræsið
og himnarnir hærugráir
hella sér yfir stræti og torg

en eitthvað er óljóst og illskuorð fjúka
er yfirvöld deila við drottin sinn

var glansskolun gulltryggð
- og skítvörnin skilyrt
í alþrifaútboði engla hans um jólin ?
 
Hugskot
1958 - ...
annar dagur jóla 2004

allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Hugskot

Sólsetur
eins og fiðrildið
þú mátt!
pestarbyrjun
afdrep hugarflugunnar
gleymska
vorkvöld
orðvana
poppheimurinn
rætur
þurrð
fyrsti snjórinn
hvítskúrað
fingraför
ved dyrehavsbakken
blossi
leiði
lífslygin
von
yrkisefni alvöru ljóðskálds
haustregn
oddaflug yfir lauginni
á áætlun ?
Bankastræti
Pollýanna
raf magn
almannarómur
eins og álfur út úr hól
í lagi
risessan
kampavínshaf
Regnbogamynd úr Þverholtinu
Svalhöfði
Kári
íslenskt vor
morgunkoss
haust
hauststilla
biðstöð
time flies
júlídagur
andans þoka
dagrenning í lífi letiskálds
nafli alheimsins
frasar
aðventublús