risessan
það þurfti ekkert minna en

átta metra ævintýri á sandölum
þung augnlok
og rauðan

risa
sleikjó

í skuggahverfinu

til að vekja
í okkur systrum æskuna

eitt síðdegi

gengum við í barndóm
þræddum öngstræti
og krákustíga
í gamla
hverfinu

til að hafa forskot

grindverkin oddhvöss eins og fyrr
og buxurnar aftur
rifnar

á rassinum
 
Hugskot
1958 - ...
við upphaf listahátíðar í maí 2007

allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Hugskot

Sólsetur
eins og fiðrildið
þú mátt!
pestarbyrjun
afdrep hugarflugunnar
gleymska
vorkvöld
orðvana
poppheimurinn
rætur
þurrð
fyrsti snjórinn
hvítskúrað
fingraför
ved dyrehavsbakken
blossi
leiði
lífslygin
von
yrkisefni alvöru ljóðskálds
haustregn
oddaflug yfir lauginni
á áætlun ?
Bankastræti
Pollýanna
raf magn
almannarómur
eins og álfur út úr hól
í lagi
risessan
kampavínshaf
Regnbogamynd úr Þverholtinu
Svalhöfði
Kári
íslenskt vor
morgunkoss
haust
hauststilla
biðstöð
time flies
júlídagur
andans þoka
dagrenning í lífi letiskálds
nafli alheimsins
frasar
aðventublús