aðventublús
sólin gyllti gervilegar skreytingar í Bourbon stræti
í franska hverfinu í New Orleans
þar sem ég gekk
annarshugar
á eftir

hvítskeggjuðum jólasveininum
- uppáklæddum
innan um peysugráan almúgann

þetta var enginn íslenskur afdalasveinn
heldur Santa Claus í öllu sínu veldi

við stöldruðum við
á götuhorni

hlustuðum stundarkorn
saman

tvö

á unga pilta
syngja frá hjartanu
tilfinningaþrunginn blús

eins og ég
var hann langt að kominn
fótgangandi og í svörtum skóm

hvað veit ég um hvort hann vissi hvert hann var að fara?
 
Hugskot
1958 - ...
í lok nóvember 2012 - í New Orleans

allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Hugskot

Sólsetur
eins og fiðrildið
þú mátt!
pestarbyrjun
afdrep hugarflugunnar
gleymska
vorkvöld
orðvana
poppheimurinn
rætur
þurrð
fyrsti snjórinn
hvítskúrað
fingraför
ved dyrehavsbakken
blossi
leiði
lífslygin
von
yrkisefni alvöru ljóðskálds
haustregn
oddaflug yfir lauginni
á áætlun ?
Bankastræti
Pollýanna
raf magn
almannarómur
eins og álfur út úr hól
í lagi
risessan
kampavínshaf
Regnbogamynd úr Þverholtinu
Svalhöfði
Kári
íslenskt vor
morgunkoss
haust
hauststilla
biðstöð
time flies
júlídagur
andans þoka
dagrenning í lífi letiskálds
nafli alheimsins
frasar
aðventublús