Aðfaranótt laugardags
Kominn heim, andlitið rjótt.
Lít í lófana, finn ennþá fyrir þér.
Svo heitri, svo ungri,
svo mikilli holdgervingu tæringarinnar.
Þú lætur orðin falla,
einsog sprengjur í ástleitandi hjarta mitt.
Sprengir innviðin,
svo eftir situr tómið.
Þú lætur varirnar bera á mig tærandi vökva,
sem eyðileggur yfirborðið - brýtur múrana.
Eftir sit ég svo,
tómur í hjartanu.
Tærður að utan,
varnarlaus gagnvart fleiri orðsprengjum.
Lít í lófana, finn ennþá fyrir þér.
Svo heitri, svo ungri,
svo mikilli holdgervingu tæringarinnar.
Þú lætur orðin falla,
einsog sprengjur í ástleitandi hjarta mitt.
Sprengir innviðin,
svo eftir situr tómið.
Þú lætur varirnar bera á mig tærandi vökva,
sem eyðileggur yfirborðið - brýtur múrana.
Eftir sit ég svo,
tómur í hjartanu.
Tærður að utan,
varnarlaus gagnvart fleiri orðsprengjum.