Óttasleginn
sleginn í andlitið með óttanum
augun full af ryki, líkt og hellt hafi verið sýru í sjón mína
rífur upp sofandi líkama minn, horfi fram á veginn
þokuljós, mistur
finnst eins og draumurinn sé holdgerður
fyllist af ótta, berst um í gráti
stíg út úr holdinu, lít á lífvana líkamann
finn fyrir hljóðum sem berjast um sál mína
enn sé ég myrkrið umlykja mig á ferð minni
finn hvernig óttinn læsir mig í greipar sínar
get varla andað, get aðeins haldið í vonina
um að brátt..
nái ég að kveikja ljósið
augun full af ryki, líkt og hellt hafi verið sýru í sjón mína
rífur upp sofandi líkama minn, horfi fram á veginn
þokuljós, mistur
finnst eins og draumurinn sé holdgerður
fyllist af ótta, berst um í gráti
stíg út úr holdinu, lít á lífvana líkamann
finn fyrir hljóðum sem berjast um sál mína
enn sé ég myrkrið umlykja mig á ferð minni
finn hvernig óttinn læsir mig í greipar sínar
get varla andað, get aðeins haldið í vonina
um að brátt..
nái ég að kveikja ljósið