Skammtímamarkmið?

Á morgun ætla ég að storma

inn í tískubúð í miðbænum

rífa jólaseríurnar úr glugganum

vefja þeim um hálsinn á mér

klifra upp á stól

draga upp svissneskan vasahníf

og rista rúnir í hold mitt.

Svo ætla ég að grípa þrýstna afgreiðslukonu

klína blóði í fötin hennar

og dansa við hana foxtrott.

Svo ætla ég að bera á mér brjóstin

fyrir opinmynntum lýðnum

reka útúr mér klofna tunguna á öryggisverðina

öskra Lebensraum!

og skunda heim til mín.

Þar ætla ég að finna fyrir óendanlegri smæð minni

við risastóra borðstofuborðið mitt

og hugsa með mér að svona

hljóti atómum að líða

og skæla að lokum ofurvarlega

út í kakómaltið mitt.
 
Hildur Lilliendahl
1981 - ...


Ljóð eftir Hildi Lilliendahl Viggósdóttur

Um auðtrú hins nakta karlmanns
Óreiða
afi
Vonbrigðin þín
óljóð
Konan sem vorkenndi mér
Litað gler
Ferð eftir malbiki
Opið bréf til barna Íslands
Einmitt nákvæmlega akkúrat svona með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar á hegðun atferli og framkomu
U-beygja
Skammtímamarkmið?
ljóð handa manni með þýskt eftirnafn og konu sem yrkir fiðrildaljóð