Bíbí pípir úti (lag: \"Krummi krúnkar úti\")
Bíbí pípir úti,
vekur mig klukkan fimm!
Ég vil að þessu slúti,
því ég þarf svefninn minn!
-Nú hleypi ég af
og haltu svo kjafti,
ljóti fuglinn þinn!
-Pæng! Pæng!
Og haltu svo kjafti,
ljóti fuglinn þinn!
vekur mig klukkan fimm!
Ég vil að þessu slúti,
því ég þarf svefninn minn!
-Nú hleypi ég af
og haltu svo kjafti,
ljóti fuglinn þinn!
-Pæng! Pæng!
Og haltu svo kjafti,
ljóti fuglinn þinn!
Sko, beint fyrir utan gluggan minn er frekar stórt tré. Og ég sef við gluggann. Svo kl. fimm um nóttina, byrja þá ekki blessuðu fulglarnir að garga og auðvitað einn, beint fyrir utan gluggan! Púff! Og úr því að ég get verið svolítið grumpy, ef ég er vakin áður en ég fæ minn svefn, þá samdi ég þennan "óð" til fuglsins. Lagið er s.s.: "Krummi krúnkar úti". :Þ