Innhverf íhugun
Ég bý í boxi,
það er 40 fermetrar að stærð,
steypt og klætt burstuðu stáli...

Á gólfinu er ég,
sitjandi í fósturstellingu,
með eitt lítið sprittkerti
fyrir framan mig,
...alveg að slokkna.

Ég finn myrkrið læðast upp að mér
í tómleikanum..!

-Ég hlæ!
Og heyri það bergmála
fram og til baka,
eins og hlátrasköll í börnum...

Yfir mig læðist smá glott;
Hugsanir um æskuna
renna í gegnum hugann...

-HVAÐ VARÐ UM sakleysi og
áhyggjuleysi æskunnar?!?  
Clargína
1982 - ...
Hér kemur smá þýðing: Boxið á að merkja hugann/sálina; Burstaða stálið á að merkja hvernig maður sér sjálfan sig (í þessu tilfelli, brenglaða mynd/skuggann af sjálfum sér, í burstaða stálinu); Fósturstellingin á gólfinu á að þýða einmanaleika og þrá fyrir öryggi; Sprittkertið á að merkja VON, sem í þessu tilfelli er að dvína; Myrkrið er þá s.s vonleysi, myrkur hugans eða dauðinn (þá e.t.v. þrá til að deyja); Hláturinn merkir háð/þrá fyrir félagsskap; Hlátur barna þýðir fortíðarþrá...
Restin skýrir sig líklega sjálf.


Ljóð eftir Clöru Regínu

Til bjargvætta minna Föstudaginn langa (sl.)
To my friends
Hundrað kíló af sársauka
My lonely soul
Bíbí pípir úti (lag: \"Krummi krúnkar úti\")
Til bestu vinkonu minnar
Ástar-SMS til elskunnar minnar
Vögguvísa Clöru (frumsamið lag og ljóð)
Tíðarkrampar
Í sárum
Kók
Til afa míns
Dýrið
Til barnsins sem aldrei fæddist
Heatwave
Pæling
What kind.....?
Til hinna óræðu
Ástarþrá I
Ástarþrá II
Soon
Innhverf íhugun
Tapað - Fundið:
Áletrun legsteins míns
Til Önnu!
Vetur