AF GERÐ KRÓKÓDÍLA

Angan hennar hékk enn í loftinu
og ég raunar líka
og ég lamdi höfðinu við af einskærri gleði.

Þá tók náttúran við.

Ó við hugsaði ég
og nær kulnað bálið gladdist
og gerði atlögu að umhverfi sínu.
Sársaukastunur fjallana
bergmáluðu veröldina rauða um stund.

Sjálfur hnoðaði ég krókódíla
úr skýjunum,
en þegar þeir tóku að éta björgunarsveitarmenn ástarinnar
var mér nóg boðið og hugsaði mér til heimferðar.

Angan hennar hangir enn í loftinu,
og ég raunar líka.
 
Þórhallur Barðason
1973 - ...


Ljóð eftir Þórhall Barðason

FJÖRUBORÐIÐ.
LÖNGUN
AF GERÐ KRÓKÓDÍLA
Þrír
SPURNING UM SAMA SVARIÐ.
PEGASUS
ÞAÐ ER MUNUR
FEIMNI TIL ÞÍN
EFTIR AÐ ÉG VARÐ VONLAUS
SNEMMA
Á MÁLA UPPI OG NIÐRI
TIL SKÝSINS ( I I )
MISTUR
Þrír II
EF ÞÚ HEGÐAR ÞÉR EKKI HEIMSKULEGAR EN ÞETTA
ÉG Á ERFITT MEÐ AÐ HÆTTA AÐ ELSKA ÞIG
DÚFAN HVÍTA