

Þú opnaðir hugann, horfðir til mín.
Hjartað sparkaði, pumpaði á ný.
Þú opnaðir hliðið, inn til þín.
Sálin þá fattaði, að þú ert mitt líf.
Fangelsaði fiðringinn í von um frelsi.
Ringlaði riddarinn fór úr brynjunni.
Ég opnaði hugann, horfði til þín.
Hjartað kvartaði, elskaði á ný.
Ég fór úr brynjunni, þú fórst til mín.
Rökvísin rataði, og bjó til nýtt líf.
Hjartað sparkaði, pumpaði á ný.
Þú opnaðir hliðið, inn til þín.
Sálin þá fattaði, að þú ert mitt líf.
Fangelsaði fiðringinn í von um frelsi.
Ringlaði riddarinn fór úr brynjunni.
Ég opnaði hugann, horfði til þín.
Hjartað kvartaði, elskaði á ný.
Ég fór úr brynjunni, þú fórst til mín.
Rökvísin rataði, og bjó til nýtt líf.