Lífshlaup
Þau reistu sér hús,
á afskekktum stað.
Með trú á jésús,
þau lifðu þar af.
Lifðu á landinu,
landið það gaf.
Í tæru fjallavatninu,
fór sálin í bað.
Lífið svo nærandi,
ekkert var hatað.
sorgin ein særandi,
Þótt allt virtist glatað.
Veturnir harðir,
en ekkert var að.
Hnúarnir marðir,
eftir lífsins búskap.
Lífið allt þó sigur,
þau þekktu ekki tap.

Allt svo einfalt,
með kött og útvarp.
Lífið virtist kalt,
en allt var þeim falt.
Sögðu sína sögu satt,
sem upp á sig vatt.
Sjálfa sig batt,
og í hyldýpið datt.

Þau gerðu sér von,
um börn á bæinn.
Dóttir eða son,
til að lífga daginn.
Vorboðinn kom,
en börnin biðu.
Tvö ein einmana,
því miður, því miður.
Hann elskaði hana,
hún elskaði hann.
Ást allt að bana,
Guð kærleikann fann.
Venjulegt lífsdrama,
maður með konu, kona með mann.
Þeim stóð á sama,
Um hag alls,
Alls í þessum lífsins dans.
Alls í þessum tryllta trans.
Þau tvö, dauðar rósir í lífsins krans.
 
Nesti
1984 - ...


Ljóð eftir Andra

Ást-and
Kóði
Er það
Dósadraumar
Svitadropar
Lífshlaup
Lonely love
Óhamingja
Fé-lagið
Reykjafrík
Falskt fas