Manstu
Manstu
þegar við hittumst fyrst
þegar nóttin fækkaði fötum
beraði á sér brjóstin
og benti okkur að koma.

Við skáluðum oná öskutunnum
og síðan skar ég þig í ræmur
hakkaði þig í spað
með hárið í flækju
og risavaxinn nagla í hjartanu.

Þú hlýddir eins og hundur
gerðir allt sem ég vildi
þar til ég endaði í götunni
útglennt og örmagna
með sæðislæki um líkamann
og sleikti útum.  
Þórdís Björnsdóttir
1978 - ...
Úr Ást og appelsínum


Ljóð eftir Þórdísi Björnsdóttur

Saman
Súkkulaðikakan
Pappírshjörtu
2.
Draumurinn
Sjálfsmorð
Manstu
Á grein
Í þögn
Mynd
Skuggi á vegg
Í fjörunni
Við árbakkann
Tré
Læstar dyr
Bakvið hurð
Eins og hann