

Fortíðina ég get ekki tekið í sátt
Fyrr en ég kemst í samband við æðri mátt
Framandi er hún í mínum sjúka haus
Fjandinn með sitt endalaust glamrandi raus
Ætli ég losni við þetta leiðindar glamur
Ætli að heimurinn verði einhverntímann samur
Æpandi röddin í mínum sjúka haus
Æsist við Bakkusar glamrandi raus
Djöfull og Bakkus eru sem eitt
Deila út efa og orðum er beitt
Dynjandi í mínum sjúka haus
Drukknar þetta glamrandi raus
Fyrr en ég kemst í samband við æðri mátt
Framandi er hún í mínum sjúka haus
Fjandinn með sitt endalaust glamrandi raus
Ætli ég losni við þetta leiðindar glamur
Ætli að heimurinn verði einhverntímann samur
Æpandi röddin í mínum sjúka haus
Æsist við Bakkusar glamrandi raus
Djöfull og Bakkus eru sem eitt
Deila út efa og orðum er beitt
Dynjandi í mínum sjúka haus
Drukknar þetta glamrandi raus