fortíðar glamur
Fortíðina ég get ekki tekið í sátt
Fyrr en ég kemst í samband við æðri mátt
Framandi er hún í mínum sjúka haus
Fjandinn með sitt endalaust glamrandi raus

Ætli ég losni við þetta leiðindar glamur
Ætli að heimurinn verði einhverntímann samur
Æpandi röddin í mínum sjúka haus
Æsist við Bakkusar glamrandi raus

Djöfull og Bakkus eru sem eitt
Deila út efa og orðum er beitt
Dynjandi í mínum sjúka haus
Drukknar þetta glamrandi raus
 
forystugeitin
1983 - ...


Ljóð eftir forystugeitina

Ástarsorg
Edrúlífið er svo magnað
hafgyðjan
brotinn persónuleiki
grámygla
á ný
látin
án orða
sumir halda...
fortíðar glamur
alone