límd munnvikin inni

Ég sit inni
þín vegna
hversvegna
inni - slæmt minni
stutt kynni
í kjöltu þinni
hvað er að fregna
komdu og seigðu
mér að gegna
í gegn um glerið
tölum í tólið
hvernig dafna börnin
vita þau að ég er ekki í húsmæðraskólanum
ekki segja frá rimlunum
þetter misskilningur
mislingur og mysingur
ég hristist bara meira
með hendurnar strektar
aftur fyrir bak
ég fæ hvítt slím
eins og lím
í munnvikin
útaf lifjunum
ég mun ekki aftur
þó mér aukist kraftur
og mér mæti fylliraftur
véfengja vit þitt
Er þetta mittið mitt
mér sýnist það stækka
er ég þunguð
hér inni
með verra minni
þetta eru ekki mín heimkynni
hleypið mér út
hleypið mér út...

 
MareL
1982 - ...


Ljóð eftir MareL

Sverðhvass svipur
Agni
Forsíða Fréttablaðs
límd munnvikin inni
Milliliðalaust
Í huga mér frímerki
Menningarlegur Sársauki
Fyrirburi Fornaldar
Bestu Orðin Búin
Linsuleysi
AHHH
Afstæðiskenning trúarinnar
Á HJÓLUM
Fegrun
Vöntun Vísbendinga
Pörun
Glott
Talandi
Öfl og annað Líf
Frelsarinn með ljáinn
Eftirlitsþjóðfélag
STRÍÐ
Heilahefti
Barn Borgarinnar
Takk vosbúð
Einangrun hafs?
Innvortis
Takk
Plíís
Stutt
Símal