Barn Borgarinnar

Forfallinn neitandi
Freistar gæfunnar
Daðrar við dauðann
Nærist á böli
Særist sjaldan
nema þá næsta dag
Framtíðin farin
Skammtíðin liðin
Öll árin verða að einu
ekkert breytir hann neinu
féll af brautinni beinu.

Er þetta lífstíll,
er þetta leti.
Fæddist hann á röngum fleti
Var hann fordæmdur bölsins meti?

Sá hann þá
það sem barn þarf ekki að sjá
Voru fyrirmyndirnar forfallnar þá?

Bara ef hann hefði gert sín egin spor
í stað þess að feta í þeirra slor.

Þá sæti hann kannski ekki hér
grátbyðjandi og röflandi í mér
Hringdu á lögguna fljótt
mig vantar svo samastað í nótt...

 
MareL
1982 - ...


Ljóð eftir MareL

Sverðhvass svipur
Agni
Forsíða Fréttablaðs
límd munnvikin inni
Milliliðalaust
Í huga mér frímerki
Menningarlegur Sársauki
Fyrirburi Fornaldar
Bestu Orðin Búin
Linsuleysi
AHHH
Afstæðiskenning trúarinnar
Á HJÓLUM
Fegrun
Vöntun Vísbendinga
Pörun
Glott
Talandi
Öfl og annað Líf
Frelsarinn með ljáinn
Eftirlitsþjóðfélag
STRÍÐ
Heilahefti
Barn Borgarinnar
Takk vosbúð
Einangrun hafs?
Innvortis
Takk
Plíís
Stutt
Símal