Kveðjustund
Þú komst á fund minn í draumi í nótt
Í húmi nætur, er allt var svo hljótt
Þú kvaddir með kossi og tregann ég sá
En ég leidd’ann hjá mér, ei vildi hann sjá.
Ég vildi að ég hefði, sagt þér það þá
Hvað ég elskaði mikið, hve heit var mín þrá
Að aldrei hef ég annan mann
Þráð eða hugsað svo mikið um hann.
Í hjarta mínu nú syrgi ég þjáð
Ég vildi ég hefði þér ást mína tjáð
En hvern hefði órað fyrir því
Að við yrðum aldrei saman á ný
Hinstu kveðju, þér sendi ég nú
Þú vita mátt að ég var sú,
Sem ást mína alla óhindrað gaf
En svo fórstu frá mér, meðan ég svaf.
Í húmi nætur, er allt var svo hljótt
Þú kvaddir með kossi og tregann ég sá
En ég leidd’ann hjá mér, ei vildi hann sjá.
Ég vildi að ég hefði, sagt þér það þá
Hvað ég elskaði mikið, hve heit var mín þrá
Að aldrei hef ég annan mann
Þráð eða hugsað svo mikið um hann.
Í hjarta mínu nú syrgi ég þjáð
Ég vildi ég hefði þér ást mína tjáð
En hvern hefði órað fyrir því
Að við yrðum aldrei saman á ný
Hinstu kveðju, þér sendi ég nú
Þú vita mátt að ég var sú,
Sem ást mína alla óhindrað gaf
En svo fórstu frá mér, meðan ég svaf.