Litli fugl
Litli fugl

Ó, fugl, segðu mér
Er hann virkilega ástfanginn af mér?
Eða er hann bar´að leika sér?
Segðu mér, hver hann er
Því að ég vil ekki vera særð á ný
Ó, litli fugl

Ó, fugl, segðu mér
Koma ástarorðin hans frá hjartanu
Eða fær hann þau hjá vinunum
Segðu mér, eins og er
Því ég vil vita það áður en illa fer
Ó, litli fugl

Inn í huga minn
Streymir vafinn
Ég veit ei hvað hann vill
Vill hann leika sér, svo gera gys að mér?
Eða er hann sá
Sem allar stúlkur þrá
Og verði alltaf hjá mér
Mun hann fylla hjarta mitt af hamingju?
Ó, litli fugl

Hann er, líkur mér
Þráir frelsi og er á framabraut
Mun hans líf falla mér í skaut
Segðu mér, eins og er,
Því ég hef brennt mig ótal oft á heitri þrá
Ó, litli fugl
 
Margrét Helga
1983 - ...
Þetta er samið sem lag


Ljóð eftir Margréti Helgu

Dimmur dagur
Þú
Til Stebba
Ástin
Ein á báti
Vængbrotið fiðrildi
Mót straumi
Minningar
Hinu megin við dyrnar
Rólan
Sálarró
Skóli lífsins
Á eigin fótum
Öskrað gegnum þögnina
Veröld svört
Barátta réttlætisins
Stefnumót við Djöfulinn
Til Halla
Kveðjustund
Litli fugl
Why don´t you come back to me?
Ljáðu mér vængi
Skyndikynni
Kjötmarkaðurinn
Fyrir þér
Support
Djammvísa
Svikari
Tryggur Lífsförunautur
Falling inlove
Alein í myrkrinu
Matreiðsla á hjarta hennar
Lokuð sál
Litla gæsin
Bara punktar
Ástarneisti