

Vor kom í hjarta mér
andinn lyftist upp til skýja
Þjáning huga þíns
kvöl sálar þinnar
voru sem hret í vori sálarinnar
Ást mín á ný kviknaði
sólin braust úr skýjum vetrar
Bros færðist yfir andlit þitt
hjartað tók örar að slá
Hreti lokið - vor á ný
Milli orðanna er sannleikur
allt ósagt sem máli skiptir
Snerting þín óræð
augu þín sögu segja
Hjarta mitt slær til þín
Hindrun á vegi sála
blóm sem ekki má slíta
Sárt á að horfa
sárar að bíða
Sál mín bundin og ber
andinn lyftist upp til skýja
Þjáning huga þíns
kvöl sálar þinnar
voru sem hret í vori sálarinnar
Ást mín á ný kviknaði
sólin braust úr skýjum vetrar
Bros færðist yfir andlit þitt
hjartað tók örar að slá
Hreti lokið - vor á ný
Milli orðanna er sannleikur
allt ósagt sem máli skiptir
Snerting þín óræð
augu þín sögu segja
Hjarta mitt slær til þín
Hindrun á vegi sála
blóm sem ekki má slíta
Sárt á að horfa
sárar að bíða
Sál mín bundin og ber