Vorið er komið
Vorið mitt ljúfa víst hef ég beðið
að værir þú komið til mín.
Vektir upp blómin og vonlandið freðið
vorsólin okkar þar skín.

Veit ég það núna að vetrinum lýkur
varla er á himninum ský.
Vorgolan blíðlega vallendið strýkur
víst mun það koma á ný.

Vorið er hérna, vel það nú finn
vetur er horfinn á braut.
Golan svo ljúflega gælir við kinn
glitrar vort jarðarskraut.  
Geir Thorsteinsson
1948 - ...


Ljóð eftir Geir Thorsteinsson

Hauststemma
Í nótt
Vorkoma
Ljóðstafir
Nútíminn
Dagrenning
Veiðiferð
Stökur um ást
Morgunn
Tjörnin mín heima
Kattartilvera
Haustvísur
Jólin koma
Vorið er komið