Grímur
Hafiði tekið eftir því
að sumt fólk
virðist alltaf vera óhamingjusamt,
sama hvað maður reynir að hjálpa?
Hafiði tekið eftir því
að sumt fólk
virðist alltaf vera hamingjusamt,
sama hvað kemur fyrir...
og maður hefur engar áhyggjur af þeim
því þau eru alltaf hamingjusöm,
við einbeitum okkur frekar að þeim óhamingjusömu,
því þau virðast þurfa alla okkar hjálp.
Svo einn dag
þá fréttum við
að sá hamingjusami sé dáinn...
að hann hafi framið sjálfsmorð...
Og við skiljum ekki afhverju.
Þetta er kallað grímur,
svo margir setja upp hamingjugrímur
þegar þeim líður illa
svo fólk komist ekki að því
hve illa þeim líður
og enginn veit af því.
Þessar grímur hafa kostað marga lífið,
því þau halda að öllum sé sama,
að allir loki á sig,
enginn kæri sig um þá,
en það er ekki satt
þau eru elskuð af svo mörgum
af fólki sem þorir ekki að segja
hversu mikið þau eru elskuð.
Því setja þau upp grímu
til að forðast hvað?
Sársauka?
Veit ekki
Það eina sem ég veit
er það að ef ég sé einhvern
sem er með þessa grímu
þessa hamingjugrímu
Þá mun ég reyna allt
allt til þess að losna við grímuna
svo þau geti tekist á við vandamál sýn
í stað þess að flýja
og deyja....  
Ólöf
1983 - ...


Ljóð eftir Ólöfu

Ég get ei
Geðbilaður og veikur
Orð tjáningar
Myrkrið
Vinátta og haf
Nakin kona
Sorgin nagar
Þegar...
Fjötrar Mannfólksins
Aldrei kemur þú
Ég elska þig
Ein og yfirgefin
Vonin
Eins og tónlist
Láttu á það reyna !!
Ást þín býr í mér
Nakin, köld og blóðug
Verð að dreyma.
Ég og þú
One of us....
Að gefast upp
I thought I was.....
Stupid love
Hafið
Hvað er hamingja?
Dísæt og súr
Grímur
We\'ll meet again
Ástin