Öfl og annað Líf
Gleyptu mig himnanna faðir
haltu mér móðir jörð
skýldu mér skýja og náttúru bróðir
stráðu mér í forfeðraskörð
Hleyptu mér ótroðnar slóðir
um týndbaug og ófundinn fjörð
Brendu mig báli kvelju
hreiðraðu um mig í synd
um leið skalltu hylja mig fiðri
og breyta í nýlistarmynd
liftu mér svo þegar niðri
ég ligg líkt og látin kynd
Heyrðu mig faðir atlandshaf
fleittu mér burtu um stund
lof mér að líða, líka og njóta
aldanna þinna við sund
Þríf mig, drag mig, festu í kaf
haltu mér, slepptu mér kraftur
sökktu mér, drekktu mér, breyt mér í haf
en leif mér svo að lifa aftur og aftur