Bara punktar
Núna er ég bara lítill punktur í bókinni þinni
Þú hefur rissað mig á blað í æsku
og þig hefur dreymt mig í draumum þínum,
en þú veist ekki ennþá hver ég er...
hvernig ég lít út...
hvað ég snýst um...
Núna ert þú bara lítill punktur í ljóðunum mínum
Ég hef rissað þig á blað í æsku
og mig hefur dreymt þig í draumum mínum,
en ég veit ekki ennþá hver þú ert...
hvernig þú lítur út...
hvað þú snýst um.
Bráðum förum við að draga upp línur og mynda málverk saman,
Draumar okkar verða að veruleika
og við lærum að þekkja andlit hvors annars
og skilja hvað allt mótlæti lífs okkar snerist um....
Að finna hvort annað.
Þú hefur rissað mig á blað í æsku
og þig hefur dreymt mig í draumum þínum,
en þú veist ekki ennþá hver ég er...
hvernig ég lít út...
hvað ég snýst um...
Núna ert þú bara lítill punktur í ljóðunum mínum
Ég hef rissað þig á blað í æsku
og mig hefur dreymt þig í draumum mínum,
en ég veit ekki ennþá hver þú ert...
hvernig þú lítur út...
hvað þú snýst um.
Bráðum förum við að draga upp línur og mynda málverk saman,
Draumar okkar verða að veruleika
og við lærum að þekkja andlit hvors annars
og skilja hvað allt mótlæti lífs okkar snerist um....
Að finna hvort annað.