Bara punktar
Núna er ég bara lítill punktur í bókinni þinni
Þú hefur rissað mig á blað í æsku
og þig hefur dreymt mig í draumum þínum,
en þú veist ekki ennþá hver ég er...
hvernig ég lít út...
hvað ég snýst um...

Núna ert þú bara lítill punktur í ljóðunum mínum
Ég hef rissað þig á blað í æsku
og mig hefur dreymt þig í draumum mínum,
en ég veit ekki ennþá hver þú ert...
hvernig þú lítur út...
hvað þú snýst um.

Bráðum förum við að draga upp línur og mynda málverk saman,
Draumar okkar verða að veruleika
og við lærum að þekkja andlit hvors annars
og skilja hvað allt mótlæti lífs okkar snerist um....

Að finna hvort annað.
 
Margrét Helga
1983 - ...


Ljóð eftir Margréti Helgu

Dimmur dagur
Þú
Til Stebba
Ástin
Ein á báti
Vængbrotið fiðrildi
Mót straumi
Minningar
Hinu megin við dyrnar
Rólan
Sálarró
Skóli lífsins
Á eigin fótum
Öskrað gegnum þögnina
Veröld svört
Barátta réttlætisins
Stefnumót við Djöfulinn
Til Halla
Kveðjustund
Litli fugl
Why don´t you come back to me?
Ljáðu mér vængi
Skyndikynni
Kjötmarkaðurinn
Fyrir þér
Support
Djammvísa
Svikari
Tryggur Lífsförunautur
Falling inlove
Alein í myrkrinu
Matreiðsla á hjarta hennar
Lokuð sál
Litla gæsin
Bara punktar
Ástarneisti