að lúta að vilja annarra
Þú segir mér
að byggja skýjaborgir
því ég geti allt.
Í fávisku minni
gerist ég aumkunarverð,
hleð ógreinileg háhýsi
úr púðursnjó og sandi

og mikið djöfull
finnst mér ég
asnaleg á meðan.
 
Eygló Ida
1980 - ...
Nóvembernætur 2007


Ljóð eftir Eygló

Þegar haustar
Ummerki
Litið til baka
Tungl
Árangur sem erfiði
Blómaregn
við sjóinn
fyrirgefning
taktu mig með..
Innkaupaferð
Fjarlægð
leikrit
móðir
Söknuður
Fyrirhöfn
Þrengsli
nóttin
án titils
...
að lúta að vilja annarra
Góður skaði
Viðleitni
Göltur