Alkemía fyrir 21. öldina
Gullgerðarmaðurinn er þreyttur
Viskusteinninn ekki í sjónmáli
Lífselexírinn ósamsettur

Leiður á blýi og gulli
Salti
Brennisteini
Kvikasilfri

Leiður á að bræða
Eima
Hreinsa
Og brenna

Leitin var gagnslaus

Bjó til amfetamín í staðinn

 
Fjölnir Ásbjörnsson
1973 - ...


Ljóð eftir Fjölni Ásbjörnsson

Hver er hver
Alkemía fyrir 21. öldina
(Í) mynd (un)
Vitundarstig
Án titils
Kaín á götunni
leikdómur