Kaín á götunni
Merki Kaíns
á enni og brjósti

en þú varst samt
besti drengur

hér áðurfyrr

Kilfan réði kasti
í leit þinni

og örvænting hungurs
í kaldri nóttinni

eins og úlfurinn
krafsar í svörð

og eggjárn innanklæða

maðurinn sjálfur
var ljárinn

Í hendi Dauðans

blæðandi sár
á enni þínu
og brjósti

 
Fjölnir Ásbjörnsson
1973 - ...


Ljóð eftir Fjölni Ásbjörnsson

Hver er hver
Alkemía fyrir 21. öldina
(Í) mynd (un)
Vitundarstig
Án titils
Kaín á götunni
leikdómur