(Í) mynd (un)
Mynd þín var mér gefin
Öðru bætti ég við sjálfur

Og ég elskaði þig
Og allt sem var þitt

Allt sem ég gaf þér sjálfur

Ég elskaði mynd þína

Og sjálfan mig

Þú varst víst aldrei til
 
Fjölnir Ásbjörnsson
1973 - ...


Ljóð eftir Fjölni Ásbjörnsson

Hver er hver
Alkemía fyrir 21. öldina
(Í) mynd (un)
Vitundarstig
Án titils
Kaín á götunni
leikdómur