Vitundarstig
Eitt orð og fylling tímans

Vitund þín og verund
sveitir blóði

Andspænis rökum tilveru þinnar

Frumspekileg
Óumflýjanleg

Tómið horfir í tómið

Herbergi án glugga
Án hurðar

Fullkomið lokað rými
Í tíma

Fullkomið lokað tóm
Í rúmi

Svört glerkúla

Og tilvera þín sveitir blóði
Andspænis rökum vitundar þinnar
 
Fjölnir Ásbjörnsson
1973 - ...


Ljóð eftir Fjölni Ásbjörnsson

Hver er hver
Alkemía fyrir 21. öldina
(Í) mynd (un)
Vitundarstig
Án titils
Kaín á götunni
leikdómur