

Ég gef þér hjarta mitt úr gulli,
og allt sem því fylgir:
Varirnar,
augun,
faðminn,
bílinn,
klofið,
tímann.
Og þú breytir því í pappír,
og hendir því jafnóðum í pappírstætara.
Svo gefurðu mér leifarnar í lokin.
Til þess eins að ég geti púslað þeim saman,
sett þær á réttan stað
og gert þær tilbúnar fyrir næstu norn.
og allt sem því fylgir:
Varirnar,
augun,
faðminn,
bílinn,
klofið,
tímann.
Og þú breytir því í pappír,
og hendir því jafnóðum í pappírstætara.
Svo gefurðu mér leifarnar í lokin.
Til þess eins að ég geti púslað þeim saman,
sett þær á réttan stað
og gert þær tilbúnar fyrir næstu norn.