Næturhjal
Þú hefur innrás
inní mosavaxna vitund mína
og byrjar að reyta
upp mosann
sem hefur vaxið á mörg hundruð árum
og veitir mér skjól á köldum tímum.

Ég sem ligg hér nakin
og brjóst mín
blasa við þér.

Þú heldur áfram að reyta
upp mosann
meðan ég bið um það eitt að þú
kyssir mig góða nótt.  
Rósa
1988 - ...


Ljóð eftir Rósu

Haustkoma
Sich auskotzen
Daðrað við dauðann
Ó hvað við erum Ólík
Næturhjal
På grunden af
Þegar litið er til baka