På grunden af
Hann sagði við stúlkuna
að allt hefði sína ástæðu
og að allt væri vaxið
frá grundu sjálfs okkar.
Hún skildi það vel
og kallt hjarta hennar hlýnaði,
það næstum bráðnaði
þegar hann sagði henni
að vængir hennar titruðu ekki
að ástæðulausu.

Nokkrum dögum seinna
var hún mætt aftur
grátbólgin og vængbrotin.
\"kæri sáli, þú sagðir mér ekki að allt hefði einnig afleiðingu\"  
Rósa
1988 - ...


Ljóð eftir Rósu

Haustkoma
Sich auskotzen
Daðrað við dauðann
Ó hvað við erum Ólík
Næturhjal
På grunden af
Þegar litið er til baka