Á hjartarstað
Ég bíð þín á leyndum stað,
innst inn í hjarta þínu
ég veit að þar leynist ást handa mér,
leitaðu lengra og þú finnur.
Segðu mér hug þinn,
ég segi þér minn.
Á hverju kvöldi,
munt þú í framtíðinni
bjóða mér góða nótt með kossi.
Faðmlögin svo innilega,
og ástin svo heit.
Elskaðu mig í dag,´
og ég mun elska þig á morgun,
ástin lifir í hjörtum okkar,
sameinuð á ný,
bindum við enda á hatrið,
og hlýjan birtist þegar í stað.
Elskaðu mig hvern einasta dag.
 
Kristín Hafsteinsdóttir
1989 - ...
Lítið ljóð samið á stuttum tíma :)


Ljóð eftir Kristínu Hafsteinsdóttur

Á hjartarstað
Ástin
Lífið og tilveran
Komið til Himnaríkis
Are you...
Svengd
Bréf til dóttur
stutt ljóð
Á leið heim