Ástin
Ég sat bara þarna,
saklaus stúlka,
ætlaði að hitta þig,
vildi bara vita,
áður en að ódámurinn drap mig,
hvort þú elskaðir mig.

Bíð bara eftir þér,
alla eilífð,
uppi í skýjunum,
sérðu þetta bleika?
þar er ég að skrifa ástarljóð,
til þín elskan mín.

Þú komst samt aldrei,
þú fórst niður,
niður til Helvítis,
en þú veist að ég mun ætíð
elska þig og bíða,
bíða uns við hittumst aftur.

Veit ekki hvenær það verður,
vonandi einhverntíman,
en ég bíð þolinmóð,
því að þú ert ástin mín eina,
vona að þú munir eftir mér,
ég hlakka svo til að sjá þig aftur.
 
Kristín Hafsteinsdóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Kristínu Hafsteinsdóttur

Á hjartarstað
Ástin
Lífið og tilveran
Komið til Himnaríkis
Are you...
Svengd
Bréf til dóttur
stutt ljóð
Á leið heim