Bréf til dóttur
Mér þykir svo vænt um þig, elsku ástin mín,

En þetta bréf skrifa ég þér eftir förina miklu,

Ekki vera leið, né sár, ég vissi að þetta myndi henda mig,

Einhvern daginn,

Og einn dag kemur þú til mín,

Ég sakna þín,

Ekki hugsa of mikið um sorglegar stundir,

Þetta gerðist svo hratt að enginn af okkur gat hugsað.

Ekki kenna þér um, þetta er allt mín sök.

Hugsaðu um allar minningarnar okkar saman,

Elsku barn, við vorum hamingjusöm fjölskylda.

Hjálpaðu bara öllum, ekki hugsa of mikið samt um aðra,

Hafðu tíma bara fyrir sjálfa þig.Ég skrifa þetta bréf svo þú hafir ekki gjörðir þínar á samviskunni,

Ekki gráta barn, þetta lagast allt saman.

Þú verður búin að gleyma mér eftir nokkrar vikur.

Ég veit allt um það, ekkert vera feimin við að viðurkenna hlutina stundum.

Þeir eru kannski illgjarnir eða særandi,

En sannleikurinn er allt sem þarf að segja.

Ekki leggjast í þynglyndi,

Þetta var ætlað að gerast og enginn gat stöðvað það.Settu markmiðið hátt, ekki láta aðra stöðva þig.

Vertu bara þú sjálf og allir elska þig,

Ef þú setur upp grímu þá kemst enginn nálægt hjarta þínu.

Vertu afslöppuð og meðvituð um hlutina sem þú gerir.

Ekki vera stressuð og stíf, slökun er alltaf góð í hófi.Ég kveð þig bara hér og nú,

Við eigum ekkert vantalað saman,

Ég elska þig og hef alltaf gert.

Reyndu að gleyma, en geymdu allar góðar minningar,

Þær nýtast þér seinna.

Kveðja, þín móðir.

 
Kristín Hafsteinsdóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Kristínu Hafsteinsdóttur

Á hjartarstað
Ástin
Lífið og tilveran
Komið til Himnaríkis
Are you...
Svengd
Bréf til dóttur
stutt ljóð
Á leið heim