

Gleðin streymir um allan líkamann
lekur fyrst niður frá hársverðinum
niður í augun
beygir við nefið
nítján millilítrar af gleði brjóta sér leið inn í munninn
afgangurinn rennur áfram niður hálsinn
niður bringuna
niður magann
stöðvast við mjaðmirnar.
Gleðin rennur ekki lengra í þetta skiptið, hann missti fæturna í slysi.
Gleðin lekur niður af líkamanum og í niðurfallið.
Eina gleðin sem hann mun finna héðan í frá er þeir nítján millilítrar sem hann geymir í munninum.
lekur fyrst niður frá hársverðinum
niður í augun
beygir við nefið
nítján millilítrar af gleði brjóta sér leið inn í munninn
afgangurinn rennur áfram niður hálsinn
niður bringuna
niður magann
stöðvast við mjaðmirnar.
Gleðin rennur ekki lengra í þetta skiptið, hann missti fæturna í slysi.
Gleðin lekur niður af líkamanum og í niðurfallið.
Eina gleðin sem hann mun finna héðan í frá er þeir nítján millilítrar sem hann geymir í munninum.
Farið varlega.