

Dagur, alveg eins og í gær
býður upp á fjöldann allan
af venjulegum hlutum.
Handabönd manna á milli
flissandi stelpur
týnd fjarstýring
hjörtu sem styrkjast og brotna á víxl
barnsgrátur
óbærileg þreyta
handklæði brotin saman
og norðanáttin enn eina ferðina.
Allt það sem kveikir í manni
þræðir sig þarna á milli
og mætir manni óviðbúið
sem uppgötvun, minning, tilfinningarót
eða einfaldlega góð saga
því hversdagsleikinn er sagna bestur.
býður upp á fjöldann allan
af venjulegum hlutum.
Handabönd manna á milli
flissandi stelpur
týnd fjarstýring
hjörtu sem styrkjast og brotna á víxl
barnsgrátur
óbærileg þreyta
handklæði brotin saman
og norðanáttin enn eina ferðina.
Allt það sem kveikir í manni
þræðir sig þarna á milli
og mætir manni óviðbúið
sem uppgötvun, minning, tilfinningarót
eða einfaldlega góð saga
því hversdagsleikinn er sagna bestur.