Hlutir sem ég geri þegar ég er blá
Þegar ég er blá
drekk ég rauðvin og hlusta á bláa tónlist
og held að ég búi í stjörnunum
og þar sé aðeins ég
þess vegna skilur mig enginn

en þúsundir
ef ekki milljónir blástjarna
fljóta um himingeiminn með
eina bláa manneskju trítlandi á yfirborði hennar

og hver þeirra veltir fyrir sér
af hverju hún getur ekki valið
eða tekið stökkið til betra lífs
og færst nærri sjálfri sér

fæstar þeirra átta sig á því
að það er einfaldlega vegna þess
að við erum allar manneskjurnar
svo ofurvenjulegar
og engin okkar er stjarnan

heldur búum við á henni

ef til vill
stjarnan búi inn í sumum
og þær ættu alveg örugglega
að taka stökkið

og svífa
því stjarnan sem hringsólar innra með þeim
mun ætíð halda þeim á sporbaug
og vert er að muna að stjörnuhröp eru fátíð

Þegar ég er blá
sperri ég mig
sting fram brjóstinu
og vona
að það sé ekki ég sem er krafturinn

krafturinn sem lyftir mér upp 
Kristín Eva Þórhallsdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Kristínu Evu Þórhallsdóttur

Áhorfandinn
Leti
Hugleiðing um tímann - afmæliskveðja til Svövu
Sjávarföll hjartans
Við fyrstu sýn
Hvernig
Ótti
Logandi
Skot
Skór
Eins og dauður fugl
Hringvegurinn
Hugsanlega
Þögnin
Manstu mig
Ómeðvitundarleysi
Á hverjum degi
Hvað ef
Hlutir sem ég geri þegar ég er blá
Ryksugað
Þú sem ert víðsfjarri