Á hverjum degi
Dagur, alveg eins og í gær
býður upp á fjöldann allan
af venjulegum hlutum.

Handabönd manna á milli
flissandi stelpur
týnd fjarstýring
hjörtu sem styrkjast og brotna á víxl
barnsgrátur
óbærileg þreyta
handklæði brotin saman
og norðanáttin enn eina ferðina.

Allt það sem kveikir í manni
þræðir sig þarna á milli
og mætir manni óviðbúið
sem uppgötvun, minning, tilfinningarót
eða einfaldlega góð saga

því hversdagsleikinn er sagna bestur.  
Kristín Eva Þórhallsdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Kristínu Evu Þórhallsdóttur

Áhorfandinn
Leti
Hugleiðing um tímann - afmæliskveðja til Svövu
Sjávarföll hjartans
Við fyrstu sýn
Hvernig
Ótti
Logandi
Skot
Skór
Eins og dauður fugl
Hringvegurinn
Hugsanlega
Þögnin
Manstu mig
Ómeðvitundarleysi
Á hverjum degi
Hvað ef
Hlutir sem ég geri þegar ég er blá
Ryksugað
Þú sem ert víðsfjarri