Ryksugað
Suðið í ryksugunni rekur hugann á fjarlægar slóðir þar sem fótspor eru mörkuð í sandinn.

Og maður hugsar,
af hverju er ég hér að ryksuga?
Að ryksuga upp fótspor, matarleifar, kusk og þræði,
söguþræði hins daglega lífs.

Með einum litlum mótor og þokkalegum sogkrafti sogast sönnunargögnin um fólkið burt.

Fótspor á heimil eru ekki eins spennandi og fótspor á fjarlægri strönd.

Að minnsta kosti ekki í eina suðandi stund.


 
Kristín Eva Þórhallsdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Kristínu Evu Þórhallsdóttur

Áhorfandinn
Leti
Hugleiðing um tímann - afmæliskveðja til Svövu
Sjávarföll hjartans
Við fyrstu sýn
Hvernig
Ótti
Logandi
Skot
Skór
Eins og dauður fugl
Hringvegurinn
Hugsanlega
Þögnin
Manstu mig
Ómeðvitundarleysi
Á hverjum degi
Hvað ef
Hlutir sem ég geri þegar ég er blá
Ryksugað
Þú sem ert víðsfjarri