Andvaka...
Ligg andvaka hér á kodda mínum
Reyni að skilja hugsanir í huga þínum.
Ekkert samband breytir þér meira
þetta er hvorki sjúkdómur né veira
Láttu mig vita hvað þú vilt gera
á ég að tala við þig eða bara láta þig vera ?

Hvað get ég gert - ég veit ekki neitt?
Nema það að mér þykir þetta leitt
Talaðu við mig - lof mér að heyra
viltu þetta eða kannski eitthvað meira?

Við finnum ráð, við finnum leið
Þótt tíminn eftir okkur beið
Hann mun efla okkur og virkja
og kannski vináttu okkar styrkja

Þetta er það sem við vildum
þetta er okkar verk.
þótt við séum öll misjafnlega sterk.

 
Ingunn
1989 - ...


Ljóð eftir Ingunni

Óvissan.....
Minn vinur....
Reiðin....
Farinn....
Unglingsárin !
Andvaka...