Eins og ávallt
Eins og ég með þér
Þegar ekkert er eins og það var
Og við erum þau sömu,
ávallt.

Eins og þegar svarblár himininn
Þokast yfir vanga minn
Og bræðið gleypir sjálft sig af reiði.

Eins og þungir steinar á hafsbotni
Sem reyna í margar aldir að komast uppúr,
En drukkna í öldugangi lífsins
Og falla í gleymsku.
 
Hulver
1982 - ...


Ljóð eftir Hulver

Ég sjálfur
Þetta venjulega
Guðs orð
Eins og ávallt
Við aldamót
Heimurinn er sívælingur