Heimurinn er sívælingur
Ef ekki tveir þá þrír þá einn þá einn,
greinarnar eru óteljandi
Aflþungi á úrkynjun kapítalismans,
gólfkerra

Ef ekki tveir þá þrír þá einn þá einn,
sköpun er ekki til aðeins tilbúningur
Dauðinn er hlaupastingur löðrandi í svartri olíu

Ef ekki tveir þá þrír þá einn þá einn,
keyri tilbúninginn í löðrandi svartri olíu

Ef ekki við þá þið þá þeir þá þeir.
 
Hulver
1982 - ...


Ljóð eftir Hulver

Ég sjálfur
Þetta venjulega
Guðs orð
Eins og ávallt
Við aldamót
Heimurinn er sívælingur