Náttúrutöfrar
Sólin er að setjast við fjallanna fögru hæðir,
og fjörðinn geislum baðar með roðans fögru glóð.
Hve yndismjúkur unaður sér ljúft um æðir læðir,
og leikur sér á strengi eitt undur fagurt ljóð.

Hve hafið slétt mig seiðir og hlý mig golan strýkur,
Og hugur skinjar fagurt náttúrunar lag.
Hve dalurinn af fegurð er dásamlega ríkur,
og dularfullir straumar í brjósti mér í dag.


Áin mér söngva leikur ástar ljóð svo fögur ,
tvær álftir á vatni synda, ástfangið fagurt par
Stuðlaberg við lækinn mér segir álfasögur,
og stoltur fákur í geislunum,
bítur grasið þar.


ég hugsa nú um ástina sem hjarta mitt hefur fundið,
og hlýja augnaráðið er hann gefur mér.
Sólin áfram hnýgur fögur inn við sundið,
hver sólin fyllir brjóst mitt,og hugans strauma hér.


Laufey Dís 2004
 
Laufey Dís Einarsdóttir
1958 - ...


Ljóð eftir Laufeyju Dis Einarsdóttur

Blönduósbær
Hálf leið á Húnaslóð
Náttúrutöfrar
Ást mín sem dó.....Kalli
Flutningur í smábæ
Sálmur
Reka viður
Þar sér þú
Vínið
Straumur lífsins
Drykkju maðurinn
Kvöl tilfinninga.
Hefur þú
Vegurinn,kærleikurinn og lífið
Fótspor Skuggana
Nálgun
Seifur