Vegurinn,kærleikurinn og lífið
Viðinn í andanslíkama er alheimurinn víður,
þar vindurinn kveður oft nöpur ljóðin sár.
En ljúft oft sól upp rýs og í varma líður,
ljúfsárt þerrir burt hin beisku tár.
Í veröld með krossi hans mér læðist viskan,
og víðan skilning á kvölum Jesú Krist.
Yfirþirmandi dafnar í heimuinum illskan,
og illræmd sár þín Jesús,ég vildi kysst.


Er sólin fögur um veröld í gleði skín,
og sveitir jarðar,tóna sitt þögla lag.
þakkir Jesús, sú fegurð er vegna þín,
með þjáningum á krossi þú gerðir allt nýtt einn dag.
L.D.E \"05.  
Laufey Dís Einarsdóttir
1958 - ...


Ljóð eftir Laufeyju Dis Einarsdóttur

Blönduósbær
Hálf leið á Húnaslóð
Náttúrutöfrar
Ást mín sem dó.....Kalli
Flutningur í smábæ
Sálmur
Reka viður
Þar sér þú
Vínið
Straumur lífsins
Drykkju maðurinn
Kvöl tilfinninga.
Hefur þú
Vegurinn,kærleikurinn og lífið
Fótspor Skuggana
Nálgun
Seifur