Fótspor Skuggana

Ég mætti skugga í eigin mætti, í myrkri liggja fótspor mín. Þar hamingjan í bernsku hætti, og hryggð og kvöl mig tók til sín. Ranghugmyndir minn huga reyrði , og raunhyggjan gistir annan stað. Í huga rangar raddir heyrði, og hjartað! ég get ei skilið það.

Hve smýgur þinn fjandi í dýpi sálar minnar. er særindi ást þín með krumlum greip um mína. Hve kvalartárin falla um þrútnar kinnar, er kvalar orðin renna um tungu þína.

Hve birtir til við skjáinn blíðan, og bros mín örvast nú í dag. Ég sælu finn í brjósti síðan sortinn kvaddi hjartans hag. Ég finn er brosin í anda fæðast, er fögnuður strýkur mína kinn. Er ljúfir straumar kátir læðast, að lífi mínu daga finn.

 
Laufey Dís Einarsdóttir
1958 - ...
LAUFEY DÍS 2005


Ljóð eftir Laufeyju Dis Einarsdóttur

Blönduósbær
Hálf leið á Húnaslóð
Náttúrutöfrar
Ást mín sem dó.....Kalli
Flutningur í smábæ
Sálmur
Reka viður
Þar sér þú
Vínið
Straumur lífsins
Drykkju maðurinn
Kvöl tilfinninga.
Hefur þú
Vegurinn,kærleikurinn og lífið
Fótspor Skuggana
Nálgun
Seifur