Fangi ástarinnar.
Hjarta mitt grætur er ég hugsa til þín, hvar ertu?
fangi ástarinnar,
eins og fugl sem er læstur inni í búri
og getur ekki þanið vængina til flugs,
eins get ég ekki tjáð þér hug minn til þín
Augun fyllast af tárum
sem streyma niður kinnar mínar
og breytast í demanta
sem brotna er þeir falla,
eins syngur fuglinn í búrinu tregasöng
sem smá saman hljóðnar
og verður að hvísli.  
jónbjörg
1984 - ...


Ljóð eftir Jónbjörgu

Amma.
Raddir
Fangi ástarinnar.
Minningar.
Bænin hans Sindra
Þú.
Vindar Ástarinnar
Fundin
löngun og þrá