Til afa míns
Liljur og rósir
þær skreyta þitt beð
með þeim er barrtré
sem blómstrar þar með
Allt er svo litríkt
svona rétt eins og þú
því beðið er líf þitt
en því lokið er nú
Nú amma er hjá þér
og þið saman á ný
um litfagra dali
hönd í hönd haldið í
Ég bið bara að heilsa
því lítið annað get gert
vona að líf þitt á himnum
verði yndislegt
-Ég elska þig Afi minn!
þær skreyta þitt beð
með þeim er barrtré
sem blómstrar þar með
Allt er svo litríkt
svona rétt eins og þú
því beðið er líf þitt
en því lokið er nú
Nú amma er hjá þér
og þið saman á ný
um litfagra dali
hönd í hönd haldið í
Ég bið bara að heilsa
því lítið annað get gert
vona að líf þitt á himnum
verði yndislegt
-Ég elska þig Afi minn!
Þetta samdi ég til afa míns, Þórhalls Björnssonar, rétt eftir að hann dó þ. 16. júní 2000, þá níræður að aldri.
-Hans er sárt saknað.
-Hans er sárt saknað.