Til vinar....
Fiðrildi flýgur um magann minn,
hugur minn færist nær þér.
Er það ást sem ég nú finn,
á ég að segja þér frá mér?

Ég veit að vináttan er mér allt,
vil ey henni spilla.
Örlítið knús því mér er kalt,
leysir mína kvilla.

Tölvuspjall er gott og gilt,
en getur skjárinn nægt mér.
Sködduð sál af vegi vilt,
vísar mér samt að þér.

Hvað er það í fari þínu,
sem segir þetta er sá rétti.
Á ég að senda þér litla línu,
svo af áhyggjum mér létti.


Flókna fortíð á ég mér,
mistök forðum daga.
Ekki boðleg er ég þér,
ef ég bæti mig ey og laga.


 
Dísin
1986 - ...


Ljóð eftir Dísina

Blind
Hringrás
Börn og stríð
Ferskeytla
Ástfangin!
Hjartalaus
Sonur Íslands
Útfærslur þess ónefnda
Án titils
Söknuður
Borgarstúlku draumur
Vinur
Megrun getur hoppað upp í píííip á sér
A pérola do universo
Fokking pirruð á helvítis perrum sem tala um hægðir og kalla mann skvísu..!!
Týnd
Hann er.....
\"Prins\"
Krúttaralegt....
Að eilífu...
Sannur vinur
Eftirsjá
Líking
Andvökuljóð
Vögguvísa
Girnd
Þesskonar vordagur
Bið eftir essemessi...
Tileinkað alþingi
Til vinar....
Pulsan...
Til mömmu
Til Ægis...