Til Ægis...
Formlega þér færi eitt,
sem fyrifram hef gefið.
Nú máttu ekki segja neitt,
þér gef ég á mér nefið.

Eflasut fyllir hlátur hug,
heldurðu að mér létti?
Vinnur ekki á mér bug,
nú augun þér ég rétti.

Fussar nú og hristir haus,
heldurðu að þú farir.
Væni þú verður aldrei laus,
hér færðu mínar varir.

Brosir núna blítt til mín,
býst kannski við fleiru.
Ekki er ég orðin þín,
þó ég gefi þér mín eyru.

Glottið gufað upp um sinn,
ég hef ey enn mig gefið.
En í sárarbætur sæti minn,
sendi ég frá mér kvefið.

Þó þetta séu engin líknarstörf,
lyftist á þér kassinn.
Því nú ætla ég að gerast djörf
og gefa þér á mér rassinn.

Eftir hef ég hendur tvær,
háls, brjóst og maga.
Læri, leggi og nokkrar tær,
sem að þú mátt hafa.

Nú er aðeins eitt að fá,
sem að ég enn skarta.
Ljúfur ég ætla þér að ljá,
lykil að mínu hjarta.

 
Dísin
1986 - ...


Ljóð eftir Dísina

Blind
Hringrás
Börn og stríð
Ferskeytla
Ástfangin!
Hjartalaus
Sonur Íslands
Útfærslur þess ónefnda
Án titils
Söknuður
Borgarstúlku draumur
Vinur
Megrun getur hoppað upp í píííip á sér
A pérola do universo
Fokking pirruð á helvítis perrum sem tala um hægðir og kalla mann skvísu..!!
Týnd
Hann er.....
\"Prins\"
Krúttaralegt....
Að eilífu...
Sannur vinur
Eftirsjá
Líking
Andvökuljóð
Vögguvísa
Girnd
Þesskonar vordagur
Bið eftir essemessi...
Tileinkað alþingi
Til vinar....
Pulsan...
Til mömmu
Til Ægis...