Hamingjan er sem hafið
Hamingjan er sem hafið,
hjúpað af sólarglóð,
dreymir að djúpið hylji
dýran og fágætan sjóð.

Hamingjan er sem hafið
er hlustar á stormsins óð,
gjálfrar og glymur og veltist
og gleymir þeim dýra sjóð.

Hamingjan er sem hafið,
- guð hjálpi þér veika mær!
Það djúp, er þann dýrgrip geymir
er dýpra´ en vor löngun nær.  
Jónas Guðlaugsson
1887 - 1916


Ljóð eftir Jónas Guðlaugsson

Blundar nú sólin
Ég veit
Leita landa!
Já, þú ert mín!
Þjóðskáldið
Bak við hafið
Víkingar
Til kunningjanna
Jónas Hallgrímsson
Hamingjan er sem hafið
Blundar nú sólin
Ég finn að fátæk ertu
Draumur og vaka